Mótaðu framtíðina með okkur

Sæktu um, það borgar sig

Við hvetjum alla grunn- og framhaldsskóla sem og sveitarfélög til að sækja um. Sjóðurinn reynir eftir bestu getu að koma til móts við sem flestar umsóknir. Í boði er styrkur til þjálfunar kennara, námsefnisgerðar og tækjabúnaðar.

Styrkir í boði

Styrkir Forritara framtíðarinnar felast í eftirfarandi:

– Styrkur til að þjálfa kennara fyrir forritunarkennslu

– Styrk til námsefnisgerðar í forritunar- og tæknikennslu

– Styrk til kaupa á minni tækjum í forritunar- og tæknikennslu

– Tækjabúnaður í formi borðvéla

Þjálfun og námsefnisgerð

Boðið er upp á styrk fyrir forritunarnámskeiðum fyrir kennara. Forritunarnámskeið fyrir kennara stuðlar að því að kynna kennara fyrir möguleikum tækninnar og forritunar í kennslu. Sérstök áhersla er lögð á notkun hugarkorta og leikjaforritunar í kennslu.

Vöntun er á námsefni í forritunar- og tæknikennslu. Markmið styrkja í gerð námsefnis er að bæta úr því. Til að námsefnið nýtist sem flestum er gerð sú krafa að námsefnið sé Create Commons og sé skilað inn til Forritara framtíðarinnar sem gerir það aðgengilegt öðrum skólum.

 

Búnaður

Aðilar sjóðsins leggja honum til búnað sem fellur til í daglegu starfi þeirra. Vanalega eru einungis borðvélar (með skjá, lyklaborði og mús) á boðstólnum. Reynt er að máta búnað við þarfir umsækjenda við úrvinnslu umsókna.

Einnig er veittur styrkur til kaupa á minni tækjum í forritunar- og tæknikennslu.

 

Sækja um styrk

Við hvetjum við alla grunn- og framhalsskóla sem og sveitarfélög til að sækja um.