Eflum forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum

Forritarar framtíðarinnar vilja stuðla að aukinni fræðslu og áhuga meðal barna og unglinga á forritun og tækni.

Um sjóðinn

Sjóðurinn Forritarar framtíðarinnar er samfélagsverkefni sem stuðlar að aukinni fræðslu og áhuga meðal barna og unglinga á forritun og tækni.

Sjóðurinn styrkir grunn- og framhaldsskóla til að bjóða upp á forritunarkennslu fyrir nemendur auk þress að tækjavæða skólana með tölvubúnaði. Kennarar fá þjálfun í að kenna forritun. Helsta markmið sjóðsins er að forritun verði hluti af námskrá grunn- og framhaldsskóla.

Atvinnulífið

Fyrirtæki úr atvinnulífinu eru hollvinir og leggja sjóðnum lið með framlögum í formi peninga eða tölvubúnaðar.

Hverjir geta sótt um?

Grunn- og framhaldsskólar sem og sveitarfélög geta sótt um í sjóðnum.

Skilyrði styrkveitingar

Eina skilyrðið er að sú menntastofnun sem fær úthlutað úr sjóðnum skuldbindur sig til að setja forritunarkennslu inn í skólanámskrá og bjóða upp á hana sem kennslugrein í a.m.k. tvö ár eftir úthlutun.

Hollvinir

Hollvinir sjóðsins gera honum kleift að starfa. Þeir leggja sjóðnum til framlag í formi peninga og/eða tölvubúnaðar. 

Umsóknir

Við hvetjum alla grunn- og framhaldsskóla sem og sveitarfélög til að sækja um. Sjóðurinn reynir eftir bestu getu að koma til móts við sem flestar umsóknir. Í boði er styrkur til þjálfunar á kennurum til að kenna forritun sem og tækjabúnaður s.s. tölvur.

Fréttir

30 skólar fengu úthlutað úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar

Fréttatilkynning  18. júní 2018: Alls fengu 30 skólar víðs vegar á landinu úthlutaðan fjárstyrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar. Heildarúthlutun sjóðsins fyrir árið 2018 er 4.100.000 í formi fjárstyrkja og 4.550.000 í formi tölvubúnaðar. Styrkurinn skal nýttur í...

ÚTHLUTAÐ ÚR SJÓÐNUM FORRITARAR FRAMTÍÐARINNAR

Fréttatilkynning 8. janúar 2018. Tíu skólar styrktir um 6,5 milljónir króna í úthlutun ársins 2017 Ákveðin hefur verið úthlutun fyrir árið 2017 úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar, en tilgangur hans er að efla tækni- og forritunarkennslu í grunn- og framhaldsskólum...

Hollvinir sjóðsins

Hollvinir sjóðsins eru eftirfarandi: