Eflum forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum

Forritarar framtíðarinnar vilja stuðla að aukinni fræðslu og áhuga meðal barna og unglinga á forritun og tækni.

Um sjóðinn

Forritarar framtíðarinnar er samfélagsverkefni sem hefur það hlutverk að efla og auka áhuga á forritun og hagnýtingu á tækni í skólum landsins.

Hægt er að sækja um: 

  •  Námskeiðsstyrk fyrir kennara til forritunar- og tæknikennslu
  • Tölvubúnað; notaðar borðvélar, skjáir, mýs og lyklaborð sem eru yfirfarnar af kerfistjórum hollvina FF
  • Styrk til námsefnisgerðar í forritunar- og tæknikennslu
  • Styrk til kaupa á minni tækjum í forritunar- og tæknikennslu

Kennitala sjóðsins er 451213-0670

 

Atvinnulífið

Fyrirtæki úr atvinnulífinu eru hollvinir og leggja sjóðnum lið með framlögum í formi peninga eða tölvubúnaðar.

Hverjir geta sótt um?

Grunn- og framhaldsskólar sem og sveitarfélög geta sótt um í sjóðnum.

Skilyrði styrkveitingar

Ef sótt er um styrk til námsefnisgerðar er skilyrði að námsefnið sé opið með Create Commons og sé skilað inn til Forritar Framtíðarinnar. 

.

Hollvinir

Hollvinir sjóðsins gera honum kleift að starfa. Þeir leggja sjóðnum til framlag í formi peninga og/eða tölvubúnaðar. 

Umsóknir

Við hvetjum alla grunn- og framhaldsskóla sem og sveitarfélög til að sækja um. Sjóðurinn reynir eftir bestu getu að koma til móts við sem flestar umsóknir. 

Fréttir

Ný stjórn Forritara framtíðarinnar

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Forritara framtíðarinnar sem fram fór á dögunum. Inn í stjórnina koma Klara Berta Hinriksdóttir f.h. Reiknistofu bankanna, og Guðrún Vala Ólafsdóttir sem óháður aðili. Stjórn sjóðsins skipa því nú: Formaður stjórnar: Sindri Ólafsson,...

Úthlutun 2023

Úthlutun ársins 2023 er lokið og í ár styrkir sjóðurinn 30 skóla um sem nemur rúmum 5,5 milljónum króna. Styrkir skiptast í tvo meginflokka, annars vegar er úthlutað um 3,7 milljónum króna vegna námskeiða sem kennarar geta sótt til að efla sig í forritunarkennslu og...

Opið fyrir umsóknir á styrkjum 2023

Nú er opið fyrir umsóknir á styrkjum frá Forriturum framtíðarinnar fyrir árið 2023. Eins og fyrri ár er hægt að sækja um námskeiðsstyrk fyrir kennara til forritunar- og tæknikennslu og yfirfarinn notaðan tölvubúnað ásamt styrk til kaupa á minni tækjum í forritunar- og...

Hollvinir sjóðsins

Við þökkum hollvinum sjóðsins fyrir stuðninginn!

Hollvinir sjóðsins árið 2023 eru Reiknistofa bankanna, Landsbankinn, CCP, Íslandsbanki , Marel, Bentley Systems, Rapyd og WebMo design.