Eflum forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum

Forritarar framtíðarinnar vilja stuðla að aukinni fræðslu og áhuga meðal barna og unglinga á forritun og tækni.

Um sjóðinn

Sjóðurinn Forritarar framtíðarinnar er samfélagsverkefni sem stuðlar að aukinni fræðslu og áhuga meðal barna og unglinga á forritun og tækni.

Sjóðurinn styrkir grunn- og framhaldsskóla til að bjóða upp á forritunarkennslu fyrir nemendur auk þress að tækjavæða skólana með tölvubúnaði. Kennarar fá þjálfun í að kenna forritun. Helsta markmið sjóðsins er að forritun verði hluti af námskrá grunn- og framhaldsskóla.

Atvinnulífið

Fyrirtæki úr atvinnulífinu eru hollvinir og leggja sjóðnum lið með framlögum í formi peninga eða tölvubúnaðar.

Hverjir geta sótt um?

Grunn- og framhaldsskólar sem og sveitarfélög geta sótt um í sjóðnum.

Skilyrði styrkveitingar

Eina skilyrðið er að sú menntastofnun sem fær úthlutað úr sjóðnum skuldbindur sig til að setja forritunarkennslu inn í skólanámskrá og bjóða upp á hana sem kennslugrein í a.m.k. tvö ár eftir úthlutun.

Hollvinir

Hollvinir sjóðsins gera honum kleift að starfa. Þeir leggja sjóðnum til framlag í formi peninga og/eða tölvubúnaðar. 

Umsóknir

Við hvetjum alla grunn- og framhaldsskóla sem og sveitarfélög til að sækja um. Sjóðurinn reynir eftir bestu getu að koma til móts við sem flestar umsóknir. Í boði er styrkur til þjálfunar á kennurum til að kenna forritun sem og tækjabúnaður s.s. tölvur.

Fréttir

Aðalfundur Forritara framtíðarinnar fer fram 17. desember, 2018

Aðalfundur Forritara framtíðarinnar verður haldinn mánudaginn 17. desember kl. 11:00 og fer fram í húsnæði Landsbankans, Austurstræti 11, 101 Reykjavík. Dagskrá aðalfundar fer fram samkvæmt 10. gr. skipulagsskrá. (1) Stjórn félagsins skal skýra frá hag félagsins,...

30 skólar fengu úthlutað úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar

Fréttatilkynning  18. júní 2018: Alls fengu 30 skólar víðs vegar á landinu úthlutaðan fjárstyrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar. Heildarúthlutun sjóðsins fyrir árið 2018 er 4.100.000 í formi fjárstyrkja og 4.550.000 í formi tölvubúnaðar. Styrkurinn skal nýttur í...

Hollvinir sjóðsins

Hollvinir sjóðsins eru eftirfarandi: