Spurt og svarað

Hér er að finna svör við helstu spurningum sem koma frá skólum varðandi umsóknir, námskeið, reikningamál o.fl.
Hvernig styrki veitir Forritarar framtíðarinnar?

Styrkir Forritara framtíðarinnar felast í eftirfarandi:

  • Styrkur til að þjálfa kennara fyrir forritunar- og tæknikennslu
  • Styrkur til námsefnisgerðar í forritunar- og tæknikennslu
  • Styrkur til kaupa á minni tækjum í forritunar- og tæknikennslu
  • Tækjabúnaður í formi borðvéla
Hvert er hægt að sækja námskeið í forritun fyrir kennara?

Eftirtaldir aðilar hafa staðið fyrir námskeiðum fyrir kennara sem kanna forritun og upplýsingatækni í skólum. Listinn er ekki tæmandi og skólar geta sótt námskeið hjá  öðrum viðurkenndum aðilum. Með viðurkenndum aðilum er átt við aðila sem kenna 

Skema

Vísindasmiðjan

Tækniskólinn

Endurmenntun HÍ

Opni háskólinn

Einnig eru í boði ýmis námskeið á netinu, bæði innanland og erlendis

 

Tekið skal fram að ekki er veittur styrkur fyrir ferðum eða uppihaldi tengt námskeiðum.

Skilmálar úthlutunar

Þeir skólar sem fá úthlutað styrk þurfa að skila inn undirrituðum samningi áður en styrkur er nýttur á netfangið forritarar@forritarar.is

Hvernig á að sækja um endurgreiðslu til Forritara framtíðarinnar vegna veittra styrkja?
  1. Skóli kaupir tæki/námskeið og greiðir fyrir það.
  2. Skóli býr til reikning á Forritara framtíðarinnar og hefur afrit af reikningi fyrir keypt tæki/námskeið sem fylgiskjal.  Útgefin reikningur skal ekki vera hærri en veittur styrkur. Mikilvægt er að nafn skóla komi fram á reikningi. Kennitala sjóðsins er 451213-0670.
  3. Reikningur fyrir námsefnisstyrk skal sendur af skóla eftir að efni hefur verið skilað til Forritara framtíðarinnar
Er leyfilegt að kaupa smátæki frá hvaða söluaðila sem er?

Leyfilegt er að kaupa smátæki frá hvaða fyrirtæki sem, innlendu eða erlendu. Reikningur frá söluaðila þarf að fylgja með reikningi sem sendur er á Forritara framtíðarinnar. Ef söluaðili er erlendur skal miða við gengi seðlabankans á þeim degi sem varan var keypt.

Fyrir hvaða tíma þarf að nýta styrk frá Forriturum framtíðarinnar?

Styrkjum er úthlutað til skóla fyrir lok júni ár hvert. Gert er ráð fyrir að styrkir séu nýttir fyrir 1. maí árið á eftir.

Er hægt að sækja um að fá fartölvur?

Lang flestar tölvur sem Forritarar framtíðarinnar fá frá styrktaraðilum eru borðtölvur. Tölvurnar eru yfirfarnar og með þeim fylgir skjár, lyklaborð og mús.