Mótaðu framtíðina með okkur

Sæktu um, það borgar sig

Við hvetjum alla grunn- og framhaldsskóla sem og sveitarfélög til að sækja um. Sjóðurinn reynir eftir bestu getu að koma til móts við sem flestar umsóknir. Í boði er styrkur til þjálfunar á kennurum til að kenna forritun sem og tækjabúnaður s.s. notaðar borðtölvur.

Styrkir í boði

Styrkir Forritara framtíðarinnar felast í eftirfarandi:

– Styrkur til að þjálfa kennara fyrir forritunarkennslu
– Tækjabúnaður í formi borðvéla

Þjálfun

Boðið er upp á styrk fyrir forritunarnámskeiðum fyrir kennara. Forritunarnámskeið fyrir kennara stuðlar að því að kynna kennara fyrir möguleikum tækninnar og forritunar í kennslu. Sérstök áhersla er lögð á notkun hugarkorta og leikjaforritunar í kennslu.

Búnaður

Aðilar sjóðsins leggja honum til búnað sem fellur til í daglegu starfi þeirra. Vanalega eru einungis borðvélar (með skjá, lyklaborði og mús) á boðstólnum. Reynt er að máta búnað við þarfir umsækjenda við úrvinnslu umsókna.

Sækja um styrk

Við hvetjum við alla grunn- og framhalsskóla sem og sveitarfélög til að sækja um.