Eflum forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum
Um sjóðinn
Forritarar framtíðarinnar er samfélagsverkefni sem hefur það hlutverk að efla og auka áhuga á forritun og hagnýtingu á tækni í skólum landsins.
Hægt er að sækja um:
- Námskeiðsstyrk fyrir kennara til forritunar- og tæknikennslu
- Tölvubúnað; notaðar borðvélar, skjáir, mýs og lyklaborð sem eru yfirfarnar af kerfistjórum hollvina FF
- Styrk til námsefnisgerðar í forritunar- og tæknikennslu
- Styrk til kaupa á minni tækjum í forritunar- og tæknikennslu
- Netnámskeið fyrir kennara til forritunar- og tæknikennslu
Kennitala sjóðsins er 451213-0670
Atvinnulífið
Fyrirtæki úr atvinnulífinu eru hollvinir og leggja sjóðnum lið með framlögum í formi peninga eða tölvubúnaðar.
Hverjir geta sótt um?
Skilyrði styrkveitingar
Ef sótt er um styrk til námsefnisgerðar er skilyrði að námsefnið sé opið með Create Commons og sé skilað inn til Forritar Framtíðarinnar.
.
Hollvinir
Hollvinir sjóðsins gera honum kleift að starfa. Þeir leggja sjóðnum til framlag í formi peninga og/eða tölvubúnaðar.
Umsóknir
Við hvetjum alla grunn- og framhaldsskóla sem og sveitarfélög til að sækja um. Sjóðurinn reynir eftir bestu getu að koma til móts við sem flestar umsóknir.
Fréttir
Opið fyrir umsóknir 2024
Nú er opið fyrir umsóknir á styrkjum frá Forriturum framtíðarinnar fyrir árið 2024. Eins og fyrri ár er hægt að sækja um námskeiðsstyrk fyrir kennara til forritunar- og tæknikennslu og yfirfarinn notaðan tölvubúnað ásamt styrk til kaupa á minni tækjum í forritunar- og...
Ný stjórn Forritara framtíðarinnar
Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Forritara framtíðarinnar sem fram fór á dögunum. Inn í stjórnina koma Klara Berta Hinriksdóttir f.h. Reiknistofu bankanna, og Guðrún Vala Ólafsdóttir sem óháður aðili. Stjórn sjóðsins skipa því nú: Formaður stjórnar: Sindri Ólafsson,...
Úthlutun 2023
Úthlutun ársins 2023 er lokið og í ár styrkir sjóðurinn 30 skóla um sem nemur rúmum 5,5 milljónum króna. Styrkir skiptast í tvo meginflokka, annars vegar er úthlutað um 3,7 milljónum króna vegna námskeiða sem kennarar geta sótt til að efla sig í forritunarkennslu og...
Hollvinir sjóðsins
Við þökkum hollvinum sjóðsins fyrir stuðninginn!
Hollvinir sjóðsins árið 2023 eru Reiknistofa bankanna, Landsbankinn, CCP, Íslandsbanki , Marel, Bentley Systems, Rapyd og WebMo design.