Opið fyrir umsóknir 2024

Nú er opið fyrir umsóknir á styrkjum frá Forriturum framtíðarinnar fyrir árið 2024. Eins og fyrri ár er hægt að sækja um námskeiðsstyrk fyrir kennara til forritunar- og tæknikennslu og yfirfarinn notaðan tölvubúnað ásamt styrk til kaupa á minni tækjum í forritunar- og tæknikennslu. Að þessu sinni verður einnig hægt að sækja um styrki til netnámskeiða og notaðar fartölvur.

HÆGT ER AÐ SÆKJA UM:
– Námskeiðsstyrk fyrir kennara til forritunar- og tæknikennslu
– Tölvubúnað; notaðar borðvélar, skjáir, mýs og lyklaborð sem eru yfirfarnar af kerfistjórum  hollvina FF
– Styrk til kaupa á minni tækjum í forritunar- og tæknikennslu

Hægt er að sækja um styrk í einum eða fleiri af ofangreindum flokkum og er umsóknarformið undir valmyndinni SKÓLAR efst á síðunni.

SKILYRÐI STYRKVEITINGA
Skólinn tilgreinir þá fjárupphæð sem hann telur sig þurfa í þeim flokkum sem sótt er um. Ekki er hægt að lofa því að skólinn fái styrk fyrir allri upphæðinni sem sótt er um.
Ath. Úthlutun styrkja sem sótt er um gildir fyrir skólaárið 2024-2025. Eldri ónýttir styrkir falla sjálfkrafa niður 30. apríl 2024.
Bendum á Spurt og svarað ef eitthvað er óljóst varðandi styrki.

UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 15. MAÍ 2024 OG NIÐURSTAÐA ÚTHLUTUNAR VERÐUR TILKYNNT Í TÖLVUPÓSTI Í BYRJUN JÚNÍ.

Hollvinir sjóðsins árið 2024 eru Reiknistofa bankanna, Landsbankinn, CCP Games, Íslandsbanki, Marel, Arion Banki, Bentley Systems, Valitor og WebMo design.