Aðalfundur Forritara framtíðarinnar fer fram 17. desember, 2018
Aðalfundur Forritara framtíðarinnar verður haldinn mánudaginn 17. desember kl. 11:00 og fer fram í húsnæði Landsbankans, Austurstræti 11, 101 Reykjavík.
Dagskrá aðalfundar fer fram samkvæmt 10. gr. skipulagsskrá.
(1) Stjórn félagsins skal skýra frá hag félagsins, rekstri þess og úthlutun styrkja á liðnu starfsári
(2) Ársreikningur þar síðasta árs lagður fram til samþykktar.
(3) Kosning stjórnar
(4) Kosning endurskoðenda
(5) Kosning um breytingar á skipulagsskrá
(6) Önnur mál
Tilnefningar til kosninga í stjórn og endurskoðunar félagsins þurfa að liggja fyrir hjá formanni stjórnar eigi síðar en fyrir upphaf aðalfundar.
Óski hollvinir að bera upp önnur mál á aðalfundi ber að senda þau til allra hollvina með að minnsta kosti 7 daga fyrirvara.
Vona að við sjáum fulltrúa allra hollvina á aðalfundinum og biðjum ykkur að tilkynnið þátttöku á aðalfundinn í netfang: sigfridur@ccpgames.com
F.h. stjórnar Forritara framtíðarinnar
Sigfríður Sigurðardóttir, stjórnarformaður