Ný stjórn Forritara framtíðarinnar

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Forritara framtíðarinnar sem fram fór á dögunum. Inn í stjórnina koma Klara Berta Hinriksdóttir f.h. Reiknistofu bankanna, og Guðrún Vala Ólafsdóttir sem óháður aðili.

Ný stjórn Forritara framtíðarinnar: Sindri Ólafsson, Sunneva Þorsteinsdóttir, Klara Berta Hinriksdóttir, Guðrún Vala Ólafsdóttir og Hjalti Harðarson

Stjórn sjóðsins skipa því nú:

  • Formaður stjórnar: Sindri Ólafsson, Marel
  • Gjaldkeri: Klara Berta Hinriksdóttir, Reiknistofa bankanna
  • Ritari: Sunneva Þorsteinsdóttir, CCP Games
  • Meðstjórnandi:  Hjalti Harðarson, Landsbankinn
  • Óháður stjórnarmaður: Guðrún Vala Ólafsdóttir, Vatnsendaskóla

Sjóðurinn „Forritarar framtíðarinnar” er samfélagsverkefni sem hefur það hlutverk að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins. Um er að ræða samstarfsverkefni aðila atvinnulífsins. Framtíðarsýn sjóðsins er að auka fræðslu og áhuga á meðal barna og unglinga á forritun og tækni.
Úthlutun úr sjóði Forritara framtíðarinnar fyrir árið 2023 fór fram á vormánuðum og styrkti sjóðurinn alls 30 skóla um sem nemur rúmlega 5,5 milljónum króna.


Hollvinir sjóðsins árið 2023 eru Reiknistofa bankanna, Landsbankinn, CCP Games, Íslandsbanki, Marel, Bentley Systems og WebMo design. Auðvelt er að gerast hollvinur á vefnum www.forritarar.is