Á aðalfundi Forritara framtíðarinnar, sem fram fór fimmtudaginn 29. september síðastliðinn, var sjóðnum jafnframt kjörin ný stjórn.
Í stjórninni sitja áfram Guðmundur Tómas Axelsson, markaðs- og samskiptastjóri Reiknistofu bankanna (RB), Ragnhildur Geirsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Landsbankans og Sigfríður Sigurðardóttir, skrifstofustjóri CCP. Inn í stjórnina koma ný Bjarki Snær Bragason, deildarstjóri hugbúnaðardeildar hjá Össuri og Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Ský, og koma í stað Katrínar Dóru Þorsteinsdóttur, forstöðumanns hugverkaiðnaðar og mannauðs hjá Samtökum iðnaðarins og Sigríðar Olgeirsdóttur, framkvæmdastjóra rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Íslandsbanka.