Búið er að ákveða úthlutun fyrir árið 2016 úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar.
Sjóðnum bárust um 30 umsóknir í þessari úthlutun, flestar frá grunnskólum. Virði styrkjanna er samtals um tólf milljónir króna. Styrkirnir eru í formi tölvubúnaðar og þjálfunar kennara til forritunarkennslu fyrir nemendur.
Styrkirnir skiptast að þessu sinni á milli fjórtán skóla: Vatnsendaskóla, Álfhólsskóla, Grunnskóla Vesturbyggðar, Tálknafjarðarskóla, Auðarskóla, Klébergsskóla, Oddeyrarskóla, Glerárskóla, Víðistaðaskóla, Hvaleyrarskóla, Blönduskóla, Grunnskóla Borgarfjarðar, Heiðarskóla og Ingunnarskóla.
Óskum við þessum skólum til hamingju og hvetjum um leið alla skóla til þess að sækja aftur um að ári 2017.