by Arnheiður Guðmundsdóttir | nóv 23, 2018 | Fréttir
Aðalfundur Forritara framtíðarinnar verður haldinn mánudaginn 17. desember kl. 11:00 og fer fram í húsnæði Landsbankans, Austurstræti 11, 101 Reykjavík.
Dagskrá aðalfundar fer fram samkvæmt 10. gr. skipulagsskrá.
(1) Stjórn félagsins skal skýra frá hag félagsins, rekstri þess og úthlutun styrkja á liðnu starfsári
(2) Ársreikningur þar síðasta árs lagður fram til samþykktar.
(3) Kosning stjórnar
(4) Kosning endurskoðenda
(5) Kosning um breytingar á skipulagsskrá
(6) Önnur mál
Tilnefningar til kosninga í stjórn og endurskoðunar félagsins þurfa að liggja fyrir hjá formanni stjórnar eigi síðar en fyrir upphaf aðalfundar.
Óski hollvinir að bera upp önnur mál á aðalfundi ber að senda þau til allra hollvina með að minnsta kosti 7 daga fyrirvara.
Vona að við sjáum fulltrúa allra hollvina á aðalfundinum og biðjum ykkur að tilkynnið þátttöku á aðalfundinn í netfang: sigfridur@ccpgames.com
F.h. stjórnar Forritara framtíðarinnar
Sigfríður Sigurðardóttir, stjórnarformaður
by Arnheiður Guðmundsdóttir | jún 19, 2018 | Fréttir
Fréttatilkynning 18. júní 2018:
Alls fengu 30 skólar víðs vegar á landinu úthlutaðan fjárstyrk úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar. Heildarúthlutun sjóðsins fyrir árið 2018 er 4.100.000 í formi fjárstyrkja og 4.550.000 í formi tölvubúnaðar. Styrkurinn skal nýttur í að þjálfa kennara til að búa betur undir forritunarkennslu fyrir nemendur. Tilgangur sjóðsins er að efla tækni- og forritunarkennslu í grunn- og framhaldsskólum landsins og frá stofnun hans árið 2014 hefur verið úthlutað til skóla landsins styrkjum fyrir ríflega 40 milljónir króna.
Í ár fengu yfir 30 skólar styrk frá sjóðnum. Skólanir skuldbinda sig með styrknum til að hafa forritun sem hluta af námskrá skólans í að minnsta kosti tvö ár; Síðuskóli, grunnskóli Vestmannaeyja, Bláskógaskóli Laugarvatni, grunnskólinn á Eskifirði, Þelamerkurskóli, grunnskóli Grindavíkur, Sæmundarskóli, Lindaskóli, Dalvíkurskóli, grunnskóli Fjallabyggðar, Bláskógaskóli Reykholti, grunnskóli Borgarfjarðar eystra, Fjölbrautaskóli Snæfellinga, Vallaskóli, grunnskóli Grundarfjarðar, Vogaskóli, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra, grunnskóli Drangsness, Hvolsskóli, Sjálandsskóli, Menntaskólinn að Laugarvatni, Álfhólsskóli, Skarðshlíðarskóli, Lágafellsskóli, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Gerðaskóli, grunnskóli Djúpavogs og Lundarskóli.
„Það er ánægjulegt að geta stutt við forritunarkennslu í skólum landsins á þennan hátt. Auk þess að stuðla að aukinni fræðslu þá er einnig markmið sjóðsins að auka áhuga barna og unglinga á forritun og tækni. Það er ljóst að það er mikilvægt í skólastarfi að efla forritunarkunnáttu skólabarna enda byggja þær tækniframfarir sem eru að eiga sér stað núna á stafrænum grunni sem tengir ýmsa tækni saman og mun hafa áhrif á fyritæki og samfélög til lengri tíma,“ segir Sigfríður Sigurðardóttir, stjórnarformaður Forritara framtíðarinnar.
Um Forritara framtíðarinnar
Sjóðurinn Forritarar framtíðarinnar er samfélagsverkefni sem hefur það hlutverk að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins. Hollvinir sjóðsins eru Reiknistofa bankanna, Íslandsbanki, Landsbankinn, CCP, Icelandair, Össur, Advania, KOM,WebMo og Menntamálaráðuneytið. Í stjórn sitja Arnheiður Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Ský og UTmessunnar, Bjarki Snær Bragason deildarstjóri hugbúnaðardeildar hjá Össuri, Elsa Ágústsdóttir forstöðumaður markaðsmála hjá RB, Friðrik Guðjón Guðnason forstöðumaður hjá Landsbankanum og Sigfríður Sigurðardóttir skrifstofustjóri CCP sem er einnig formaður stjórnar.
Nánari upplýsingar veitir Sigfríður Sigurðardóttir, stjórnarformaður Forritara framtíðarinnar og skrifstofustjóri CCP, í síma 697-3691. Sjá einnig www.forritarar.is.