Búið er að opna fyrir umsóknir í sjóðinn og rennur umsóknarfrestur út 1. maí 2014. Um er að ræða seinni úthlutun fyrir árið 2014 en sjóðurinn úthlutar styrkjum samtals tvisvar á ári.

Hvetjum við alla grunn- og framhalsskóla sem og sveitarfélög til að sækja um.

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir styrkir fyrir á fjórðu milljón og hlutu Brúarskóli, Grunnskólinn á Bolungarvík, Áslandsskóli og Kópavogsskóli styrkina að þessu sinni.

ATH: síðasta umsókn gildir ekki í þessari úthlutun þ.e. senda þarf inn nýja umsókn.