Ný stjórn Forritara framtíðarinnar

Styrkir veittir í skóla fyrir um 8 milljónir á fyrsta starfsári.

Fyrsti aðalfundur sjóðsins Forritara framtíðarinnar haldinn í húsakynnum Reiknistofu bankanna 5. febrúar s.l. Sjóðurinn hóf starfssemi sína í byrjun árs 2014 og er megin hlutverk sjóðsins er að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins. Skólar og sveitarfélög geta sótt um styrki úr sjóðnum til að efla tæknikennslu og notkun á tækni í skólastarfi og fá til þess þjálfun og tækjabúnað, allt eftir þörfum hvers og eins.

Alls bárust sjóðnum 91 umsókn um styrki frá grunn- og framhaldsskólum landsins árið 2014 og úthlutaði sjóðurinn styrkjum að andvirði tæpra 8 milljóna króna. Skólarnir sem fengu styrkina eru Grunnskóli Bolungarvíkur, Áslandsskóli, Brúarskóli, Kópavogsskóli, Smáraskóli, Kirkjubæjarskóli, Grunnsólinn í Sandgerði og Grunnskóli Vestmannaeyja.

Ný stjórn var kjörin á fundinum en fjórir af fimm núverandi stjórnarmeðlimum gáfu kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn sjóðsins en það eru þau Guðmundur Tómas Axelsson markaðsstjóri RB, Katrín Dóra Þorsteinsdóttir forstöðumaður hugverkaiðnaðar og mannauðs hjá Samtökum iðnaðarins, Ragnhildur Geirsdóttir framkvæmdastjóri Rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Landsbankans og Sigríður Olgeirsdóttir framkvæmdastjóri Rekstrar- og upplýsingatæknisviðs Íslandsbanka. Gísli Þorsteinsson markaðsstjóri Nýherja gaf ekki kost á sér áfram og tekur Sigfríður Sigurðardóttir skrifstofustjóri CCP sæti hans í stjórninni.

Er Ísland að hellast úr lestinni í tækniþróun?

Undir önnur mál á aðalfundinum kom fram í erindi Ragnars Þórs Péturssonar sérfræðings í skólamálum hjá Skema að Evrópusambandið hefur skilgreint færni í upplýsingatækni, þar á meðal forritun, sem lykilfærni framtíðarinnar. Samkvæmt könnun sem sambandið gerði á meðal 27 Evrópuríkja kemur í ljós að 95% af þeim eru annaðhvort byrjuð á að setja forritun á námsskrá eða ætla að gera þá á næstunni. Ísland er ekki þar á meðal.

Mikil ánægja með styrkina í skólunum

Grunnskóli Bolungarvíkur hlaut styrk í fyrri úthlutun sjóðsins og hefur formlega sett forritun inn í tölvukennsluna hjá sér. Soffía Vagnsdóttir fyrrverandi skólastjóri Grunnskóla Bolungarvíkur sagði frá því á aðalfundinum hvaða þýðingu styrkurinn frá Forriturum framtíðarinnar hafði fyrir skólann. „Við erum stolt og innilega þakklát fyrir að hafa dottið í þennan lukkupott. Við hefðum aldrei getað fjárfest í þessu sjálf þ.e. tölvubúnaðinum og námskeiðunum. Ég lít á þetta sem stóran hluta af endurmenntun kennara auk þess sem við getum nú státað af frábærri aðstöðu í skólanum á sviði tölvubúnaðar. Skólinn hefur sett forritun á námsskrá og hefur styrkurinn leitt til margfeldisáhrifa og vakið upp áhuga í nágrannaskólunum í kring“.

Guðmundur Ásmundsson skólastjóri Kópavogsskóla flutti einnig erindi á fundinum og tók undir með Soffíu. „Styrkurinn frá Forriturum framtíðarinnar er ákaflega mikilvægur fyrir Kópavogsskóla. Hann flýtir fyrir allri uppbyggingu í lesveri skólans og eykur fjölbreytni þeirra kennsluaðferða sem skólinn býður nemendum sínum. Krakkar á grunnskólaaldri eru mjög móttækileg og tilbúin að prófa nýja hluti auk þess að vera mjög frjó í hugsun. Forritunarkennsla fer inn í námsskrá hjá Kópavogsskóla“.

Hollvinir sjóðsins

Hollvinir sjóðsins eru Nýherji, Íslandsbanki, Landsbankinn, RB (Reiknistofa bankanna), CCP, Cyan veflausnir, Össur, Síminn, Advania, Icelandair og Mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Tómas Axelsson markaðsstjóri RB og stjórnarmaður í Forriturum framtíðarinnar í síma 863-9941 eða Katrín Dóra Þorsteinsdóttir forstöðumaður hugverkaiðnaðar og mannauðs hjá Samtökum iðnaðarins og formaður stjórnar Forritara framtíðarinnar í síma 824-6116.

Fjórar milljónir veittar í styrki til skóla

Markmiðið að efla tækni- og forritunarkennslu í grunn- og framhaldsskólum

Miðvikudaginn 22. október, klukkan 14:00, verða styrkir úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar afhentir í húsakynnum CCP að Grandagarði 8. Styrkirnir verða afhentir í viðurvist kennara og barna frá þeim skólum sem hlutu styrkina að þessu sinni.

Sjóðnum bárust alls 39 umsóknir í þessari úthlutun, flestar frá grunnskólum, eða 67%. Virði styrkjanna er samtals um fjórar milljónir króna. Styrkirnir eru í formi tölvubúnaðar og þjálfunar kennara til forritunarkennslu fyrir nemendur. Styrkirnir skiptast að þessu sinni á milli fjögurra skóla: Smáraskóla, Kirkjubæjarskóla, Grunnskólans í Sandgerði og Grunnskóla Vestmannaeyja. Sjóðurinn Forritarar framtíðarinnar hóf starfsemi sína í byrjun árs 2014 og er megin hlutverk sjóðsins að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins. Skólar og sveitarfélög geta sótt um styrki úr sjóðnum til að efla tæknikennslu og notkun á tækni í skólastarfi og fá til þess þjálfun og tækjabúnað, allt eftir þörfum hvers og eins. Þetta er í annað sinn sem úthlutað er úr sjóðnum en fyrri úthlutunin fór fram 21. febrúar sl. Var þá úthlutað styrkjum að verðmæti fjórar milljónir króna. Samtals hefur því sjóðurinn úthlutað virði tæpra 8 milljóna króna í styrki til skóla á þessu ári.

Guðmundur Tómas Axelsson, stjórnamaður í Forriturum framtíðarinnar:
„Við erum mjög ánægð með þær viðtökur sem sjóðurinn hefur fengið og þann fjölda umsókna sem hafa borist. Við erum stolt af því að hafa náð að úthluta styrkjum að verðmæti 8 milljóna á fyrsta starfsári. Við höfum fengið til samstarfs við okkur flotta hollvini, bæði einkafyrirtæki sem og mennta- og menningarmálaráðuneytið sem sýnir okkur hvernig atvinnulífið og hið opinbera geta unnið saman og náð árangri.“

Kjartan Kjartansson, skólastjóri Kirkjubæjarskóla:
„Fyrir Kirkjubæjarskóla er þessi stuðningur ómetanlegur. Hann hjálpar okkur að vekja áhuga nemenda á forritun og þar með víkka sjóndeildarhring þeirra þegar kemur að tækni og þeim möguleikum sem forritun hefur upp á að bjóða.“

Soffía Vagnsdóttir, skólastjóri Grunnskólans í Bolungarvík:
„Við erum afar þakklát fyrir styrkinn úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar sem við fengum í febrúar. Við vildum í upphafi einbeita okkur að því að gefa kennurum innsýn í ævintýraheim forritunar. Áhuginn var mikill og námskeiðin frá Skema fyrir kennarana voru frábær. Að yfirfæra þá vitneskju yfir til nemenda er líka dýrmæt upplýsingagjöf. Margir nemendur ætla að verða tölvumenn/konur þegar þeir verða stórir. Við erum líka óendanlega þakklát fyrir þann tæknibúnað sem við fengum að gjöf og getum nú státað af frábærri aðstöðu hér í skólanum á sviði tölvubúnaðar. Við höfum haldið áfram kennslu á sviði forritunar og nú er búið að setja forritun formlega inn í tölvukennsluna hjá okkur. Áhugasamasti kennarinn er nú til dæmis í áframhaldandi námi í forritun.“

Hollvinir sjóðsins
Að sjóðnum koma fyrirtæki og stofnanir af öllum stærðum og gerðum. Þau leggja honum lið með því að leggja honum til fjármagn og tæknibúnað. Bakhjarlar og hollvinir sjóðsins eru Nýherji, Íslandsbanki, Landsbankinn, RB (Reiknistofa bankanna), CCP, Cyan veflausnir, Össur og mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Tómas Axelsson markaðsstjóri RB og stjórnarmaður í Forriturum framtíðarinnar í síma 863-9941 eða Katrín Dóra Þorsteinsdóttir forstöðumaður hugverkaiðnaðar og mannauðs hjá Samtökum iðnaðarins og formaður stjórnar Forritara framtíðarinnar í síma 824-6116.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið leggur Forriturum framtíðarinnar lið

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ákveðið að leggja Forriturum framtíðarinnar lið með tveggja milljóna króna styrk í gegnum GERT verkefnið. Forritarar framtíðarinnar er sjóður sem hefur það að markmiði að forritun verði kennd sem hluti af skólanámskrá grunn- og framhaldskóla á Íslandi. Með styrkveitingunni bætist ráðuneytið í hóp hollvina sjóðsins.

Auk menntamálaráðuneytisins hafa Icelandair, Promens og Össur bæst við á hollvinalista Forritara framtíðarinnar en á honum eru fyrir CCP, RB (Reiknistofa bankanna), Nýherji, Íslandsbanki, Landsbankinn, Microsoft og Cyan veflausnir. Skema ásamt RB eru stofnaðilar sjóðsins.

Skólar og sveitarfélög geta sótt um styrki úr sjóðnum til að efla tæknikennslu og notkun tækni í skólastarfi og fá til þess þjálfun, ráðgjöf og tækjabúnað, allt eftir þörfum umsóknaraðila. Sjóðurinn úthlutar styrkjum til grunn- og framhaldsskóla tvisvar á ári. Í síðustu úthlutun sem fram fór í febrúar á þessu ári var heildarvirði styrkja á fjórðu milljón en þeir runnu til Grunnskólans á Bolungarvík, Áslandsskóla í Hafnarfirði, Brúarskóla í Reykjavík og Kópavogsskóla.

„Forritarar framtíðarinnar er gott dæmi um hvernig einkaframtakið og hið opinbera geta tekið höndum saman og sýnt frumkvæði við að efla starf grunn- og framhaldsskóla landsins. Mennta- og menningarmálaráðuneytið telur mikilvægt að efla tæknimenntun í landinu og er forritun mikilvægur þáttur í því, enda er tæknimenntun mikilvægur þáttur í samkeppnishæfni þjóðarinnar til lengri tíma litið“ segir Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra.

„Aðkoma Mennta- og menningarmálaráðuneytisins hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir sjóðinn Forritara framtíðarinnar. Þetta er ákveðin viðurkenning á okkar starfi og erum við mjög stolt af því að ráðuneytið líti til okkar sem afls sem raunverulega getur breytt og haft áhrif á hlutina. Þetta styrkir ekki bara sjóðinn fjárhagslega heldur einnig út frá ímynd. Eins er frábært að fleiri öflug fyrirtæki eins og Icelandair, Promens og Össur komi inn“ segir Guðmundur Tómas Axelsson markaðsstjóri RB og stjórnarmaður í Forriturum framtíðarinnar.

Búið að opna fyrir umsóknir

Búið er að opna fyrir umsóknir í sjóðinn og rennur umsóknarfrestur út 1. maí 2014. Um er að ræða seinni úthlutun fyrir árið 2014 en sjóðurinn úthlutar styrkjum samtals tvisvar á ári.

Hvetjum við alla grunn- og framhalsskóla sem og sveitarfélög til að sækja um.

Í fyrri úthlutun ársins voru veittir styrkir fyrir á fjórðu milljón og hlutu Brúarskóli, Grunnskólinn á Bolungarvík, Áslandsskóli og Kópavogsskóli styrkina að þessu sinni.

ATH: síðasta umsókn gildir ekki í þessari úthlutun þ.e. senda þarf inn nýja umsókn.

Styrkir veittir til eflingar tækni- og forritunarkennslu – Heildar virði styrkja á fjórðu milljón

Í dag, föstudaginn 21. febrúar klukkan 15:00, munu styrkir úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar verða afhentir í Ráðhúsinu í Reykjavík. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra mun afhenda styrkina í viðurvist kennara og barna frá þeim grunnskólum sem hlutu styrkina að þessu sinni.

Ýmsar skemmtilegar uppákomur verða fyrir börnin og mun Vísinda Villi meðal annars gera tilraunir auk þess sem Skema mun bjóða upp á skemmtilega uppákomu tengda forritun.

Sjóðnum bárust alls 49 umsóknir, flestar frá grunnskólum, en alls var sótt um 930 tölvur/spjaldtölvur, forritunarkennslu fyrir 2.700 nemendur og 340 kennara. „Viðbrögðin fóru fram úr björtustu vonum og óhætt er að segja að þörfin sé mikil. Helsta verkefni sjóðsins núna er að fá fleiri bakhjarla til þess að geta styrkt fleiri verkefni.“ segir Katrín Dóra Þorsteinsdóttir formaður stjórnar sjóðsins.

Virði styrkjanna eru á fjórðu milljón og skipast þeir á milli fjögurra skóla að þessu sinni:

  • Grunnskóla Bolungarvíkur
  • Áslandsskóla í Hafnarfirði
  • Brúarskóla í Reykjavík
  • Kópavogsskóla

Styrkirnir eru í formi tölvubúnaðar, þjálfun kennara til forritunarkennslu og forritunarnámskeiða fyrir nemendur. Innifalið er þjálfun, handleiðsla og eftirfylgni sem Skema mun sinna.

Markmiðið að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins
Í byrjun árs ýttu Reiknistofa bankanna (RB) og Skema úr vör sjóðnum „Forritarar framtíðarinnar“ en megin hlutverk sjóðsins er að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins. Skólar og sveitarfélög geta sótt um styrki úr sjóðnum til að efla tæknikennslu og notkun tækni í skólastarfi og fá til þess þjálfun, ráðgjöf og tækjabúnað, allt eftir þörfum umsóknaraðila.

Atvinnulífið tekur höndum saman
Að sjóðnum koma fyrirtæki af öllum stærðum og leggja þau honum lið á ýmsan máta, svo sem með fjárframlögum, tæknibúnaði, þekkingu og ráðgjöf. Bakhjarlar sjóðsins eru Nýherji, Íslandsbanki, Landsbankinn, Microsoft, RB, CCP og Cyan veflausnir.

Skortur á tæknimenntuðu fólki
Upplýsingatæknigeirinn vex hratt og má segja að fáar atvinnugreinar geti í dag þrifist án tækni. Ísland stendur frammi fyrir skorti á tæknimenntuðu fólki í landinu en samkvæmt skýrslu starfshóps á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Samtaka iðnaðarins útskrifast um 500 manns á ári af raungreina- og tæknisviðum Háskóla landsins á meðan þörfin er um 1.000 manns.

Sjóðurinn stefnir á að úthluta tvisvar á ári en næsti umsóknarfrestur í sjóðinn er 1. apríl 2014. Opnað verður fyrir umsóknir 1. mars næst komandi á www.forritarar.is.

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Tómas Axelsson markaðsstjóri RB og stjórnarmaður í Forriturum framtíðarinnar í síma 863-9941 eða Katrín Dóra Þorsteinsdóttir forstöðumaður hugverkaiðnaðar og mannauðs hjá Samtökum iðnaðarins og formaður stjórnar Forritara framtíðarinnar í síma 824-6116.

Frábærar viðtökur

Umsóknarfrestur um styrk úr Forriturum framtíðarinnar rann út 15. desember síðast liðinn. Við viljum þakka fyrir frábærar viðtökur en alls bárust sjóðnum 48 umsóknir frá hinum ýmsu sveitarfélögum, grunn- og framhaldskólum.

Viðtökurnar fóru fram úr okkar björtustu vonum. Við munum reyna eftir bestu getu að verða við sem flestum beiðnum. Opnað verður fyrir umsóknir fyrir næstu úthlutun næsta vor.

Bestu kveðjur,

Stjórn Forritara framtíðarinnar