Umsóknarfrestur um styrk úr Forriturum framtíðarinnar rann út 15. desember síðast liðinn. Við viljum þakka fyrir frábærar viðtökur en alls bárust sjóðnum 48 umsóknir frá hinum ýmsu sveitarfélögum, grunn- og framhaldskólum.

Viðtökurnar fóru fram úr okkar björtustu vonum. Við munum reyna eftir bestu getu að verða við sem flestum beiðnum. Opnað verður fyrir umsóknir fyrir næstu úthlutun næsta vor.

Bestu kveðjur,

Stjórn Forritara framtíðarinnar