Stefnumótun 2019

Stjórn Forritara framtíðarinnar fékk nokkra aðila með sér í stefnumótunarvinnu í mars til að skerpa á starfssviði sjóðsins. Eðalhópur sem kom með margar frábærar hugmyndir að því hvernig framlag sjóðsins geti styrkt sem best við það markmið að efla og auka áhuga á forritun og hagnýtingu á tækni í skólum landsins. Þökkum þeim sem tóku þátt kærlega fyrir þeirra framlag.

Þátttakendur í stefnumótun 2019

Búið að opna fyrir umsóknir hjá Forriturum framtíðarinnar 2019

Búið er að opna fyrir umsóknir hjá Forriturum framtíðarinnar fyrir árið 2019. Í fyrra fengu 30 skólar víðs vegar á landinu úthlutaðan fjárstyrk úr sjóðnum. Heildarúthlutun sjóðsins fyrir árið 2018 var 4.100.000 í formi fjárstyrkja og 4.550.000 í formi tölvubúnaðar.

Eins og fyrri ár er hægt að sækja um námskeiðsstyrk fyrir kennara til forritunar- og tæknikennslu og yfirfarinn tölvubúnað. Í ár verður einnig hægt er að sækja um styrk til námsefnisgerðar í forritunar- og tæknikennslu og styrk til kaupa á minni tækjum í forritunar- og tæknikennslu. Þetta er nýjung hjá sjóðnum sem við vonumst til að skólar sjái hag í.

HÆGT ER AÐ SÆKJA UM:

  • Námskeiðsstyrk fyrir kennara til forritunar- og tæknikennslu.
  • Tölvubúnað; notaðar borðvélar, skjáir, mýs og lyklaborð sem eru yfirfarnar af kerfistjórum  hollvina FF.
  • Styrk til námsefnisgerðar í forritunar- og tæknikennslu. (NÝTT)
  • Styrk til kaupa á minni tækjum í forritunar- og tæknikennslu. (NÝTT)

Hægt er að sækja um styrk í einum eða fleiri af ofangreindum flokkum.

SKILYRÐI STYRKVEITINGA
Skólinn tilgreinir þá fjárupphæð sem hann telur sig þurfa í þeim flokkum sem sótt er um. Ekki er hægt að lofa því að skólinn fái styrk fyrir allri upphæðinni sem sótt er um.

  • Ef sótt er um styrk til námsefnisgerðar er skilyrði að námsefnið sé opið með Create Commons og sé skilað inn til Forritara Framtíðarinnar sem mun gera það aðgengilegt á heimasíðu samtakanna þannig að aðrir skólar geti nýtt efnið.
  • Ef sótt er um styrk til kaupa á minni tækjum í forritunar- og tæknikennslu þarf skólinn að tryggja að sótt sé námskeið í notkun tækjanna.
UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 30. APRÍL 2019