Búið er að opna fyrir umsóknir hjá Forriturum framtíðarinnar fyrir árið 2022. Eins og fyrri ár er hægt að sækja um námskeiðsstyrk fyrir kennara til forritunar- og tæknikennslu og yfirfarinn notaðan tölvubúnað. Einnig er hægt að sækja um styrk til kaupa á minni tækjum í forritunar- og tæknikennslu.

HÆGT ER AÐ SÆKJA UM:
– Námskeiðsstyrk fyrir kennara til forritunar- og tæknikennslu
– Tölvubúnað; notaðar borðvélar, skjáir, mýs og lyklaborð sem eru yfirfarnar af kerfistjórum  hollvina FF
– Styrk til kaupa á minni tækjum í forritunar- og tæknikennslu

Hægt er að sækja um styrk í einum eða fleiri af ofangreindum flokkum og er umsóknarformið undir valmyndinni SKÓLAR efst á síðunni.

SKILYRÐI STYRKVEITINGA
Skólinn tilgreinir þá fjárupphæð sem hann telur sig þurfa í þeim flokkum sem sótt er um. Ekki er hægt að lofa því að skólinn fái styrk fyrir allri upphæðinni sem sótt er um.

UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 15. MAÍ 2022 OG NIÐURSTAÐA ÚTHLUTUNAR VERÐUR TILKYNNT Í TÖLVUPÓSTI Í BYRJUN JÚNÍ.