Í heildina hafa Forritarar framtíðarinnar úthlutað rúmum 35 milljónum króna til námskeiðs og tækjakaupa auk gerðar námsefnis. Einnig hefur sjóðurinn gefið 537 borðtölvur frá upphafi til skóla.
Þörfin er mikil hjá skólunum og geta nýir hollvinir alltaf bæst í hópinn og stutt þannig við sjóðinn og þannig stuðlað að góðri tæknikennslu í skólunum.
Eftirfarandi skólar fengu úthlutað vorið 2021 styrkjum til tækjakaupa eða námskeiðum fyrir kennara og verða að nýta styrkinn fyrir sumarfrí: Álftamýrarskóli, Borgaskóli, Djúpavogsskóli, Eskifjarðarskóla, Flóaskóli, Gerðaskóli, Glerárskóli, Grunnskóli Bolungarvíkur, Grunnskóli Drangsness, Grunnskóli Hornafjarðar, Grunnskólinn á Þórshöfn, Heiðarskóli, Helgafellsskóli, Hvaleyrarskóli, Kerhólsskóli, Lindaskóli, Öldutúnsskóli, Réttarholtsskóli, Reykjahlíðarskóli, Rimaskóli, Setbergsskóli, Suðurhlíðarskóli, Víkurskóli í Reykjavík, Vopnafjarðarskóli og Þjórsárskóli. Til viðbótar var 50 borðtölvum frá hollvinum Forritara framtíðarinnar úthlutað og fengu Suðurhlíðarskóli, Grunnskóli Grundarfjarðar, Gerðaskóli og Fellaskóli því góða viðbót við sinn tækjabúnað og geta vonandi nýtt tölvurnar í kennslu og þannig undirbúið forritara framtíðarinnar.
Ný stjórn FF tók við á aðalfundi sjóðsins í lok september 2021 og er skipuð eftirfarandi einstaklingum sem eru spennt að undirbúa úthlutun vorsins en opnað verður fyrir umsóknir í kringum páskana:
Friðrik G. Guðjónsson, Landsbankinn
Linda Björg Stefánsdóttir, Reiknistofa bankanna
Birgitta Strange, Össur
Sigfríður Sigurðardóttir, CCP
Arnheiður Guðmundsdóttir, Skýrslutæknifélag Íslands