Í ár styrkir sjóðurinn 24 skóla um sem nemur tæpum 5 milljónir króna. Styrkir skiptast í tvo meginflokka, annars vegar er úthlutað um 1,3 milljónum króna vegna námskeiða sem kennarar geta sótt til að efla sig í forritunarkennslu og hins vegar er úthlutað um 3,5 milljónum króna til kaupa á smátækjum í forritunar- og tæknikennslu ásamt úthlutun á notuðum tölvubúnaði sem hollvinir FF gefa sjóðnum árlega.
Ljóst er að þörf skóla er mikil á þessu sviði því í ár var sótt um styrki sem í heild nema tæpum 25 milljónum króna og því ljóst að ekki var hægt að veita öllum styrk sem sóttu um. Þegar valið var úr umsóknum var horft til þess hvort skólar hafi sótt um og fengið styrk síðustu tvö skólaár og var sett þak á styrkina; að hámarki var hægt að fá 100 þúsund króna styrk til að sækja námskeið í forritunarkennslu og að hámarki var hægt að fá 150 þúsund króna styrk til tækjakaupa.
Við óskum þeim skólum sem fengu úthlutað í ár innilega til hamingju og vonandi nýtist styrkurinn vel.