Aðalfundur Forritara framtíðarinnar fór fram 9. október síðastliðinn. Á fundinum var kosin ný stjórn sem skipt hefur með sér verkum.

Í stjórn forritara framtíðarinnar eru: Friðrik G. Guðnason, forstöðumaður Högunar hjá Landsbankanum (formaður stjórnar), Elsa M. Ágústsdóttir, forstöðumaður markaðs- og samskiptamála hjá RB (gjaldkeri), Sigfríður Sigurðardóttir, skrifstofustjóri hjá CCP (meðstjórnandi) og Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Ský (óháður).

Úr stjórn fer Bjarki Snær Bragason, deildarstjóri hugbúnaðardeildar hjá Össuri sem jafnframt var gjaldkeri. Stjórn þakkar honum vel unnin störf. Í stað hans kemur Baldur Knútsson, forstöðumaður hugbúnaðarþróunar hjá Össuri kemur nýr inn í stjórn (gjaldkeri.)